2015

Geirahús – opið hús

Geirahús – opið hús

Undanfarin misseri hefur Skaftfell, í samvinnu við Tækniminjasafnið og með aðstoð marga einstaklinga, unnið að rannsóknum og endurbótum á Geirahúsi. Verkinu er ekki lokið en gestum gefst kostur á að kíkja inn í þetta einstaka hús í tilefni af 120 ára afmæli Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Samsöngur fyrir börn í Tvísöng

Samsöngur fyrir börn í Tvísöng

Sunnudaginn 28. júní kl. 15:00 verður efnt til samsöngs fyrir börn í hljóðskúlptúrnum Tvísöng, eftir Lukas Kühne, sem er staðsettur í Þófunum rétt fyrir ofan Seyðisfjarðarkaupstað. Arna Magnúsdóttir ætlar að leiða sönginn og boðið verður upp á léttar veitingar. Einnig mun Skógræktarfélag Seyðisfjarðar gróðursetja þrjú birkitré í tilefni 100 ára kosningarrétti kvenna og til að minnast þess að 30 ár eru liðin síðan frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin Forseti Íslands. Þetta er í fjórða skipti sem viðburðinn er haldin en skúlptúrinn var opin almenningi í september 2012. Viðburðinn er hluti af 120 ára afmælishátíð Seyðisfjarðarkaupstaðar. Ljósmynd: Goddur