Post Tagged with: "Myndmennt í Seyðisfjarðarskóla"

GEIRI

GEIRI

Skaftfell hefur undanfarin ár haft umsjón með myndmenntarkennslu í 7.-10. bekk í Seyðisfjarðarskóla. Á Vesturvegg gefur að líta verkefni sem nemendur í 9. – 10. bekk gerðu á vorönn 2012. Þau kynntu sér líf og list alþýðulistamannsins Ásgeirs Jón Emilssonar, Geira, og sóttu innblástur frá honum til að vinna að frjálsu verkefni.

Vorsýning myndmennt

Skaftfell hefur undanfarin ár haft umsjón með myndmenntarkennslu í 7.-10. bekk Seyðisfjarðarskóla. Til að fagna skólaslitum verður haldin vorsýningum á völdum verkum nemenda í Bókabúðinni-verkefnarými. Sýningin opnar sunnudaginn 10. júní kl. 16, og stendur til miðvikudagsins 13. júní. Opið verður frá kl. 16-17. Nemendur í 7. – 8. bekk fengu það verkefni að skoða hús og mismunandi leiðir til að túlka það viðfangsefni, í tví- eða þrívíða miðla. Nemendur í 9. – 10. bekk kynntu sér líf og list Ásgeirs Jón Emilssonar, Geira. Þau sóttu innblástur frá honum til að vinna að frjálsu verkefni.