Rithöfundalest(ur) 2021

Hin árlega Rithöfundalest verður á Austurlandi dagana 11.-14. nóvember og kemur við í Skaftfelli laugardaginn 13. nóvember kl. 20:00 í sýningarsal Skaftfells. Aðgangseyrir er 1000 kr en 500 kr fyrir börn og eldri borgara. Posi á staðnum.
Rithöfundar í lestinni þetta árið eru:
Hildur Knútsdóttir með hrollvekju fyrir fullorðna, Myrkrið á milli stjarnanna og barnabók sem hún skrifar með Þórdísi Gísladóttur, Nú er nóg komið. Hallgrímur Helgason kynnir skáldsöguna 60 kíló af kjaftshöggum og jólajóðabókina Koma jól? sem er myndskreytt af Rán Flygenring. Sölvi Björn Sigurðsson er með sögulegu glæpaskáldsöguna Kóperníka. Í lestinni eru einnig austfirsku höfundarnir Árni Friðriksson frá Egilsstöðum með Einleikir um tímalaust eðli og Hrönn Reynisdóttir frá Eskifirði með Ég á þig, glæpasögu fyrir ungmenni. Í tilefni þess að 100 ár eru frá fæðingu skáldsins Einar Braga verður alls staðar lesið úr nýútkomnu ljóðasafni hans.
Rithöfundalestin er skipulögð af Menningarmálanefnd Vopnafjarðar, Gunnarsstofnun, Skaftfelli, Menningarstofu Fjarðabyggðar og menningarsviði Múlaþing.