Auglýst eftir umsóknum um vinnustofudvöl með kknord styrk

Skaftfell hefur hlotið styrk frá kknord til að bjóða nokkrum listamönnum frá Norðulöndunum eða Eystrasaltinu til dvalar í nokkra mánuði. Sómahjónin Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Elvar Már Kjartansson hafa verið svo elskuleg að lána Skaftfelli húsið sitt á Fossgötu undir þessa listamenn. Nú erum við að kalla eftir umsóknum og má finna allar upplýsingarnar á heimasíðunni. Þeim hjá kknord hugnast ekki að listamennirnir séu af sama þjóðerni og sjálf miðstöðin svo íslenskir listamenn koma vart til greina, nema þá að þeir séu með lögheimili á einhverju hinna norðurlandanna eða við Eystrasaltið. Þeir sem þetta lesa meiga hinsvegar gjarnan koma þessum upplýsingum áleiðis til skandinaviskra kollega sinna sem eru spennandi listamenn og gott fólk!

Umsóknarfresturinn rennur út 20. júní.