Articles by: Tinna

Skaftfell Bistró lokað vegna viðhalds

Skaftfell Bistró lokað vegna viðhalds

Frá og með sunnudeginum 10. sept lokar Skaftfell Bistró vegna viðhalds, opnun verður auglýst síðar. Sýningarsalurinn er opin: þri kl. 15:00-18:00 mið kl. 15:00-18:00 lau kl. 15:00-18:00 sun kl. 15:00-18:00 og eftir samkomulagi  

/www/wp content/uploads/2017/09/landslag 2017

Landslag og hljóðmyndir

Landslag og hljóðmyndir heitir fræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2017-2018 og hverfist um útilstaverkið „Tvísöng“ á Seyðisfirði sem er eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Á þessu ári eru einmitt fimm ár síðan hljóðskúlptúrinn var afhjúpaður og hefur hann allar götur síðan hlotið góðar viðtökur, bæði af heimamönnum og erlendum gestum. Það er því ekki úr vegi að kynna þennan gagnvirka hljóðskúlptúr nánar fyrir ungum íbúum Austurlands. Í listsmiðjunni sem fer fram í september munu nemendur rannsaka virkni hljóðs og náttúrunnar. Meðal þeirra hugtaka sem verða skoðuð eru form, rými, endurvarp og skynjun. Sveiflumyndun hljóðs myndar oft samhverft sjónrænt munstur, líkt og við […]

Read More