Articles by: Tinna

Litla ljót sýnd á skólaskemmtuninni

Litla ljót sýnd á skólaskemmtuninni

Í mars og apríl stýrði Halldóra Malín Pétursdóttir leiklistarsmiðju fyrir 7.- 10. bekk Seyðisfjarðarskóla. Markmiðið var að æfa og setja upp Litla ljót eftir Hauk Ágústsson. Nemendur sáu um alla hliðar á uppsetningunni, lýsing, tónlist, búningar, leikmynd ásamt því að flytja verkið. Afraksturinn var svo sýndur á skólaskemmtuninni þann 4. apríl við mikið fögnuð viðstaddra.

/www/wp content/uploads/2017/04/ge 2009

Velunnari Skaftfells fellur frá

Einn helsti velunnari Skaftfells, Garðar Eymundsson, féll nýlega frá. Garðar, ásamt konu sinni Karólínu Þorsteinsdóttur, voru mikilvægur hlekkur í stofnun Skaftfells þegar þau gáfu Skaftfellshópnum fasteignina að Austurvegi 42 að gjöf árið 1997. Í kjölfarið hófst mikið uppbyggingarstarf með það að leiðarljósi að efla menningarlíf á Seyðisfirði. Stjórn Skaftfells menningarmiðstöðvar tók til starfa árið 1998 og sýningarsalurinn var formlega vígður ári seinna. Á mótunartímanum voru fyrstu sýningarnar: Boekie Woekie árið 1996, Sýning fyrir allt – til heiðurs og minninga um Dieter Roth árið 1998 og Bernd Koberling, Björn Roth & Dieter Roth árið 1999. Í blaðaviðtali sem tekið er við Garðar og […]

Read More