Articles by: Tinna

/www/wp content/uploads/2016/11/img 7730

Opið hús í Öldugötu 14

Öldugata, www.oldugata.wordpress.com, er nýstofnað frumkvöðlasetur og vinnustaður skapandi greina á Seyðisfirði. Setrið er samfélag frumkvöðla og listamanna þar sem einyrkjar og smærri fyrirtæki í skapandi geiranum geta leigt skrifborð og vinnustofur. Setrið var stofnað á haustdögum í samstarfi við Seyðisfjarðarkaupstað, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands. Sérstakur gestur verður Katrín Jónsdóttir, verkefnastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Austurlandi. Katrín mun fræða gesti um þá þjónustu sem er í boði og kynna verkefnið Ræsing.

/www/wp content/uploads/2016/11/img 7730

Skrifstofan flutt og nýtt starfsfólk

Skrifstofa Skaftfell hefur flutt í Öldugötu 14, inngangur á suðurhlið. Í teymið hafa bæst Celia Harrison og Sesselja Hlín Jónasardóttir sem leysa Juliu Martin af sem gestavinnustofufulltrúi. Skrifstofan er opin þri-fös 09:00-16:00.