Fræðsluverkefni

/www/wp content/uploads/2017/09/landslag 2017

Landslag og hljóðmyndir

Landslag og hljóðmyndir heitir fræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2017-2018 og hverfist um útilstaverkið „Tvísöng“ á Seyðisfirði sem er eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Á þessu ári eru einmitt fimm ár síðan hljóðskúlptúrinn var afhjúpaður og hefur hann allar götur síðan hlotið góðar viðtökur, bæði af heimamönnum og erlendum gestum. Það er því ekki úr vegi að kynna þennan gagnvirka hljóðskúlptúr nánar fyrir ungum íbúum Austurlands. Í listsmiðjunni sem fer fram í september munu nemendur rannsaka virkni hljóðs og náttúrunnar. Meðal þeirra hugtaka sem verða skoðuð eru form, rými, endurvarp og skynjun. Sveiflumyndun hljóðs myndar oft samhverft sjónrænt munstur, líkt og við […]

Read More

/www/wp content/uploads/2016/10/munnleggeymd 2016

Munnleg geymd og kortlagning minninga

Hvað er munnleg geymd? Hvernig birtist fyrirbærið okkur í dag ólíkt fyrri tímum þar sem fólk reiddi sig nær eingöngu á eigið minni til að koma frásögnum og þekkingu til skila? Fræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2016-2017 er farandlistsmiðja sem ferðast á milli austfirskra grunnskóla. Hugtakið munnleg geymd verður krufið bæði í tengslum við gamla og nýja tíma og í kjölfarið skoðað hvað gerist þegar munnleg geymd er skrásett bæði í formi hljóðupptöku og á sjónrænan hátt. Nemendur munu vinna verkefni þar sem þeir fá að kafa ofan í sinn eigin minninga- og frásagnarbanka þar sem útgangspunkturinn er staður í þeirra nágrenni […]

Read More