Fréttir

RIFF úrval 2014

RIFF úrval 2014

Skaftfell, í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, opnar útibú fyrir Reykjavík International Film Festival á Seyðsifirði dagana 9. og 10. október. Til sýnis verða fjórar myndir í Bistróinu. Aðgangseyrir er 500 kr. Fimmtudagur, 9. okt Kl. 20:00  Á nýjum stað / Home in the Ice / Eisheimat Kl. 22:00  Hinsegin hljómur / Sounds Queer Föstudagur 10. okt Kl. 20:00   Leyndardómur vörðunnar í Norðri / Mystery of the Arctic Cairn Kl. 21:30   Áður en ég hverf / Before I Disappear Nánar um myndirnar: Á nýjum stað / Home in the Ice / Eisheimat Heike Fink (GER) 2012 / 90 min Stikla: https://www.youtube.com/watch?v=5S85fhO0Wzo „Óskað […]

Read More

Aðsókn í gestavinnustofur 2015

Tæplega 180 umsóknir bárust fyrir dvöl í gestavinnustofum Skaftfells á næsta ári en umsóknarfresturinn rann út 1. september. Sérstök valnefnd fer yfir umsóknirnar og niðurstöður liggja fyrir á næstu vikum. Á undanförnum árum hafa yfir tuttugu alþjóðlegir listamenn dvalið árleg, alls þrír listamenn í senn sem dvelja í einn mánuð eða lengur. Tilgangur starfseminnar er að styðja við sköpunarferli listamanna og veita þeim rými og tíma til að vinna að eigin listsköpun. Listamennirnir stýra sjálfir ferlinu og á meðan á dvöl þeirra stendur býðst þeim stuðningur og ráðgjöf frá starfsfólki Skaftfells. Gestalistamenn Skaftfells eru brú stofnunarinnar við alþjóðlega listheiminn og […]

Read More