Fréttir

Söfnun á frásögnum lokið

Söfnun á frásögnum lokið

Söfnun á frásögnum í Frásagnasafnið mun formlega ljúka hinn 1. desember. Verkefnið hefur staðið yfir í tvö ár og hafa safnast um tvö hundruð frásagnir frá íbúum Seyðisfjarðar. Af þessu tilefni verða afrit af Frásagnasafninu afhent til varðveislu Bókasafni Seyðisfjarðar, Héraðskjalasafni Austfirðinga og Tækniminjasafni Austurlands. Fulltrúar frá þessum stofnunum munu veita því viðtöku. Einnig munu Árný Björg Bergsdóttir verkefnastjóri Frásagnasafnsins, Hrafnkell Lárusson forstöðumaður Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Pétur Kristjánsson forstöðumaður Tækniminjasafnsins flytja erindi um verkefnið. Léttar veitingar í boði. Um Skaftfell og Frásagnasafnið / Skaftfell and The Narrative Collection from Skaftfell on Vimeo. Nánar um verkefnið Frá því í byrjun árs […]

Read More

FRÁSAGNASAFNIÐ Í ÚTVARPINU

FRÁSAGNASAFNIÐ Í ÚTVARPINU

Í tilefni af Dögum myrkurs mun Útvarp Seyðisfjörður, FM101,4, spila frásagnir sem hafa tínst í safnið frá því verkefnið hófst. Útsending hefst fimmtudaginn 8. nóvember og stendur til sunnudagsins 11. nóvember. Hægt verður að hlusta allan sólarhringinn. Tilgangurinn er að safna frásögnum allra íbúa Seyðisfjarðar á árunum 2011 til 2012 og varðveita einskonar svipmyndir, sem saman gefa heildstæða mynd af samfélaginu. Alls hafa safnast nærri 200 frásagnir en söfnunin er á lokastigum og endar í desember. Sjá: http://www.utvarpid.com