FRÁSAGNASAFNIÐ Í ÚTVARPINU

Í tilefni af Dögum myrkurs mun Útvarp Seyðisfjörður, FM101,4, spila frásagnir sem hafa tínst í safnið frá því verkefnið hófst.

Útsending hefst fimmtudaginn 8. nóvember og stendur til sunnudagsins 11. nóvember. Hægt verður að hlusta allan sólarhringinn.

Tilgangurinn er að safna frásögnum allra íbúa Seyðisfjarðar á árunum 2011 til 2012 og varðveita einskonar svipmyndir, sem saman gefa heildstæða mynd af samfélaginu. Alls hafa safnast nærri 200 frásagnir en söfnunin er á lokastigum og endar í desember.

Sjá: http://www.utvarpid.com