Fréttir

Síðustu sýningardagar

Nú fer hver að verða síðastur að sjá sýningu myndlistanema Listaháskóla Íslands í Skaftfelli. Síðasti sýningardagur er laugardaginn 5. maí, opið er frá kl. 17-22. SKÁSKEGG Á VHS+ CD opnaði í febrúar og er afrakstur tveggja vikna námskeiðs, undir leiðsögn Björns Roth, sem haldið er í samstarfi við Skaftfell, Listaháskóla Íslands, Dieter Roth Akademíuna og Tækniminjasafn Austurlands. Sýnendur: Ásgrímur Þórhallsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Claudia Hausfeld, Dóra Hrund Gísladóttir, Erik Hirt, Gintare Maciulskyté, Gunnar Jónsson, Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Katla Stefánsdóttir, Katrín Erna Gunnarsdóttir, Sigmann Þórðarson, Sigurður Þórir Ámundason, Steinunn Lilja Emilsdóttir & Viktor Pétur Hannesson. Sýningarstjóri er Björn Roth. Skaftell er opið: […]

Read More

SYLT/SÍLD: laugardaginn 28. apríl kl.17

SYLT/SÍLD: laugardaginn 28. apríl kl.17

Laugardaginn 28. apríl mun útiskúlptúrinn Sylt / SÍLD – eyja á eyju eftir listahópinn GV verða afhjúpaður. Verkið var þróað og unnið  á meðan að fjögurra vikna búsetu hópsins stóð í gestavinnustofu Skaftfells. Form verksins vísar í eyjuna Sylt, sem var áður skrifað Síld, og er staðsett við norðurströnd Þýskalands. Í Bókabúðinni-verkefnarými kl. 17 verður haldin móttaka, og í kjölfarið farið að Sylt / SÍLD, verkið afhjúpað og vígt.