2015

Guha

Guha

Opnun fimmtudaginn 28. maí 2015 kl. 18:30 í Bókabúðinni – verkefnarými Einnig opið föstudaginn 29. maí 16:30-20:00. “Bulging with silence nature’s things are; they stand in front of us as containers filled by silence.” Max Picard Guha – innantóm á hjara veraldar eftir ítalska gestalistamanninn Francesco Bertelé má skoða sem “ferli ofurskynjunar”1 og er varanlegt umhverfis minnismerki falið í skauti jarðar. Ósýnilegum kofa fyrir hugleiðslu er komið fyrir í hinum náttúrulega heimi sem við öll reiðum okkur á. Verkefnið miðar að því að umbreyta vinnustofu, sem er staður listsköpunar, í útbreiðan hirðingastað fyrir kynni, uppgötvun og minni.  (1)“The process of hyperextension is shown […]

Read More

Breaking the frame

Breaking the frame

Sem hluti af Sequences VII mun Skaftfell sýna nýju heimildarmyndina Breaking the frame um heiðurslistamann hátíðarinnar Carolee Schneemann (1939). Schneemann er ein af framsæknustu myndlistarmönnum samtímans og í hópi þeirra listamanna sem umbreyttu skilningi samfélagsins á myndlist. Hún er einna þekktust fyrir feminíska gjörninga sína en í þeim tekst hún á við boð og bönn samfélagsins gagnvart líkamanum, kynhneigð og birtingu kynjanna. Hún hefur brotið upp formið í listheiminum í yfir 50 ár. Myndin verður sýnd í Herðubreið, aðgangseyrir er 1.000 kr. Lengd: 100 min Leikstjórn: Marielle Nitoslawska