2015

Konungur norðursins

Konungur norðursins

Í ár unnu nemendur í 2.-7. bekk í Seyðisfjarðarskóla með þema hátíðarinnar List án landamæra á Austurlandi “hreindýr”. Þau fengu til sín Ólaf Örn Pétursson hreindýraleiðsögumann sem upplýsti þau um sögu og lifnaðarhætti hreindýra á Íslandi. Með þessar upplýsingar í farteskinu unnu þau ýmist að tvívíðum eða þrívíðum verkum og verður afraksturinn til sýnis í Bókabúðinni – verkefnarými að Austurvegi 23. Leiðbeinendur voru Þorkell Helgason smíðakennari við Seyðisfjarðarskóla og Hanna Christel Sigurkarlsdóttir fræðslufulltrúi Skaftfells. Sýningin verður einnig opin fimmtudaginn 14. maí, Uppstigningadag, milli kl 12:00-18:00.

Verk eftir David Edward Allen

Listamannaspjall #22

Fimmtudaginn 7. maí kl. 14:00 í Bókabúðinni – verkefnarými. Gestalistamennirnir David Edward Allen (GB/DE), Francesco Bertelé (I), Halina Kleim (DE), Reza Rezai (CAN) kynna verk sín og viðfangsefni á listamannaspjalli sem opið öllum. Einnig mun Julia Martin (DE) gefa stutta kynningu á listsköpun sinni. Julia dvaldi nokkrum sinnum sem gestalistamaður í Skaftfelli með hún vann að doktorsritgerð sinni en hún lauk nýlega námi frá Goldsmiths College í London.