Liðnar sýningar og viðburðir

Ra Tack: Small Works

Ra Tack: Small Works

Ra Tack (f. 1988) er belgískur málari og hljóðlistamaður sem býr og vinnur á Seyðisfirði. Málverk þeirra vega salt á milli abstraksjón og túlkunar og eru oft olíuverk á stóran striga. Í þessari innsetningu eru nýleg, smærri verk með olíukrít á pappír sem gefa meiri nánd til kynna. Verk Tacks samanstanda af blómlegum og tjáningarríkum litum og áferð, og fást við umbreytingu, tvískiptingu, ást og þrá.  Verk Tacks hafa verið sýnd víða, meðal annars í einka- og samsýningum í London, Ghent, Berlín, New York, Kaupmannahöfn og Marrakesh. Þau eru meðal fremstu málara á Austurlandi og verk þeirra verða sýnd í […]

Read More

The Arctic Creatures Revisited

The Arctic Creatures Revisited

Skaftfell tilkynnir opnun sumarsýningarinnar The Arctic Creatures Revisited, sem verður opin almenningi frá 6. maí til 20. ágúst 2023. Á sýningunni eru yfir 20 ljósmyndir eftir The Arctic Creatures, samstarfshóp þriggja listamanna – myndlistarmannsins Hrafnkels Sigurðssonar, kvikmyndagerðarmannsins og leikstjórans Óskars Jónassonar og leikarans/leikstjórans Stefáns Jónssonar. Á löngum gönguferðum um óbyggðir Íslands leika listamennirnir hlutverk í senum sem þeir semja og setja á svið og eru innblásnar af fundnum hlutum sem einnig gegna hlutverki leikmuna. Afraksturinn eru ljósmyndir teknar á árunum 2012-22, í senn skoplegar og sorglegar, skringilegar og umhugsunarverðar, einlægar en um leið listilega kænlegar. Hrafnkell, Óskar og Stefán eru […]

Read More