Home » 2008

FLOOR KILLER

19 júl 2008 – 06 ágú 2008

VESTURVEGGURINN/ THE WESTWALL

Ólöf Helga Helgadóttir & Kira Kira opna sýningu á Vesturveggnum í Bistrói Skaftfells á Seyðisfirði, laugardaginn 19. júlí kl. 20:00.

Þær Ólöf Helga og Kira Kira, eða Kristín Björk Kristjánsdóttir, útskrifuðust saman úr myndlistardeild LHÍ vorið 2005 en hafa ekki unnið saman fyrr en nú, enda æði ólíkir listamenn. Þó grillir í sameiginlega þræði ef vel er að gáð, ef til vill sprengiþræði.

Þær mætast á dansgólfinu, það er víst kviknað í því.
FLOOR KILLER stendur til 6.ágúst, en Bistró Skaftfells er opið alla daga frá hádegi fram eftir kvöldi.

Sýningastjórar á Vesturveggnum sumarið 2008 eru Ingólfur Örn Arnarsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir.