Piotr Kołakowski – Síðustu teikningar

Gallerí Vesturveggur, Skaftfell Bistró, 26. september – 29. nóvember, 2020.

My heart’s in the Highlands   

My heart is not here   

(Hjartað mitt er í hálöndunum

Hjartað mitt er ekki hér)

Steinþrykksmyndirnar átta sem eru til sýnis á þessari sýningu voru gerðar sumarið 2020 á grafík vinnustofunni í Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði. Innblástur Piotrs fyrir þessum teikningum voru skosku hálöndin. Ekki steinarnir, skýin né vatnið heldur hið óhlutbundna samband á milli þessara fyrirbæra og mannsins. 

Steinþrykk er prentaðferð sem var fundin upp árið 1796 og byggir á því að olía og vatn blandast ekki saman. Mynd er dregin með olíu, steinþrykksvaxlit og bleki á láréttan og sléttan flöt kalksteins. Myndin er svo prentuð með steinþrykkpressu. Steinþrykk gerir manni kleift að endurgera myndina í stóru upplagi. Enn fremur eru gæðin á hverju eintaki jafn góð og sem frummynd væri, á meðan að upprunalega teikningin á kalksteininum býr ekki yfir sömu eiginleika. Teikningin máist af fíngerðu yfirborðinu.

Piotr Kolakowski er pólskur listamaður sem hefur búið og starfað á Seyðisfirði síðastliðin þrjú ár. Hann útskrifaðist 2015 með M.A. gráðu úr grafík og hönnunardeild í Warsaw Academy of Fine Arts, Póllandi, og nam þar áður í Royal Academy of Art í Hag, Hollandi, árið 2014. Piotr hefur sýnt í Nútímalistasafni Varsjár, the Centre of Contemporary Arts Torun, Propaganda Gallery og í Skaftfelli. Hann hlaut námsstyrk frá Ráðuneyti menningarmála og þjóðlegs arfleiðar í Póllandi árið 2008 og 2013 og var tilnefndur til Hestia Artisitic Journey verðlaunin 2015. Frá 2019 hefur hann verið nemandi í Dieter Roth akademíunni á Íslandi.