Fyrirlestrar gjörningur – bækurnar sem ég hef ekki lesið

Bókabúðin – Verkefnarými
Föstudagurinn 26. ágúst @ 17.00

Listamaðurinn Noële Ody mun fremja gjörning í Bókabúðinni – verkefnarými Skaftfells, föstudaginn 26. ágúst kl. 17.00. Gjörningurinn byggist á sambandi hennar við bækurnar sem hún á en hefur ekki lesið. Gjörningurinn stendur í um klukkustund og boðið verður upp á kaffi og kökur.

Noële Ody er gestalistamaður á Hóli í ágúst.