Home » 2015

Hvað er svona merkilegt við það? í Herðubreið

Hvað er svona merkilegt við það fjallar um skrautlega kvennabaráttu níunda og tíunda áratugarins. Myndin rekur sögu Kvennalistans og annara kvenfrelsishræringa á gróskumiklum tímum og hvað gerist þegar grasrótarsamtök storma inn í hið skipulagða kerfi. Við lendum þó árið 2015 eftir nokkur ferðalög m.a. til Afghanistan.

Leikstjórinn verður á staðnum og mun svara spurningum að sýningu lokinni. Myndin verður sýnd með enskum texta og miðaverð er 1.000 kr.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir framleiddi myndina fyrir Krumma Films.