Litir minnis – listasmiðja fyrir 10 ára og eldri með Ji Yoon Jen Chung

Laugardaginn 11. mars 2023, 14:00-16:00, Herðubreið

Í þessari listasmiðju munum við skoða leiðir til að færa minningar yfir í málverk og notum til þess sömu liti og eru í ljósmynd. Með því að draga blek úr filmunni upplifa þátttakendur hvernig myndin leysist upp og hverfur samhliða því sem þeir skapa sínar eigin minningar í málverki, sem oft á tíðum er ólíkt því sem við höfum fangað á filmu.

Námskeiðið er ókeypis, efniviður innifalinn.

Hentar einstaklingum 10 ára og eldri, fullorðnir mjög velkomnir.

Til að skrá sig í vinnustofuna:

  • Senda tölvupóst á [email protected]
  • Með skráningapóstinum eiga að fylgja 3-5 ljósmyndir af landslagi, byggingum eða öðru þýðingarmiklu viðfangsefni. Myndirnar verða prentaðar til notkunar í vinnustofunni.

 

Ji Yoon Jen Chung er suður-kóresk listakona og kennari. Í verkum sínum einblínir hún á ósýnilegar breytingar sem við tökum alla jafna ekki eftir, þykir sjálfsagðar og gleymum. Tilraunir hennar til að varðveita hverful og óumflýjanleg fyrirbæri renna oft saman í verkum hennar. Listræn iðkun hennar er sprottin upp af breytingum auk þess sem hún sýnir samúð með hverfulli nærveru. Slík iðja tekur tíma og tekur mið af missi.

Ji Yoon er með MFA gráðu frá Rhode Island School of Design in Digital+Media (2020) og M.Ed gráðu frá Harvard Graduate School of Education in Learning Design, Innovation, and Technology (2022). Hún starfar nú sem aðjúnkt við Seoul Women’s University og myndlistakennari við Seoul National University Children’s Hospital School. Hún fékk styrk til gestavinnustofur SÍM og Skaftfells frá Arts Council Korea.