LungA 2010 auglýsir eftir umsóknum

Hönnuðir, hljómsveitir og listamenn sem vilja koma fram á LungA 2010 gefst hér með tækifæri á að sækja um. LungA verður haldin á Seyðisfirði dagana 12. – 18. Júlí 2010. Umsóknarfrestur er til og með 15. Mars 2010. Allar umsóknir verða skoðaðar og svarað með tölvupósti. Sendið umsókn á [email protected] merkt í „subject“ línunni eftir því sem við á: „tónleikar“,“hönnun“ eða „listviðburður“.
Með umsókninni þarf að senda umsögn og upplýsingar um umsækjanda
(ferilskrá) sem og sýnishorn af verkum viðkomandi.
Frekari upplýsingar í síma 861 7789 og á www.lunga.is

ATH EKKI SENDA PÓST Á SKAFTFELL HELDUR NETFANGIÐ SEM ER GEFIÐ UPP HÉR AÐ OFAN.