María Sjöfn, AiR ´23: Field notes

María Sjöfn hefur verið gestalistamaður í vinnustofudvöl í Skaftfelli undanfarna tvo mánuði. Hún hefur verið að skoða sjávardýrin sem lifa í firðinum til að öðlast dýpri skilning á stöðu þeirra í lífríkinu. Hún hefur meðal annars unnið út frá gögnum úr skýrslunni Rannsóknir á lífríki Seyðisfjarðar: [Botndýr, mælingar í seti, fuglar og þörungar í fjöru (Research on the biosphere of Seyðisfjörður). Erlín E. Jóhannsdóttir, Halldór Walter Stefánsson og Cristian Gallo (2018). Náttúrustofa Austurlands, Neskaupstað. (https://rafhladan.is/handle/10802/29364)]. Skýrslan var gerð vegna fyrirhugaðs fiskeldis á tveimur svæðum í Seyðisfirði.

Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt sýnum sem tekin voru frá ýmsum stöðum í firðinum, sýna þau mikla fjölbreytni tegunda og undirtegunda, sem og stofnþéttleika þeirra. María Sjöfn hefur gert myndir af nokkrum þessara dýra — meðal annars af liðfætlum, lindýrum, samlokum og liðormum  — til að vekja athygli á tilvist þeirra. Þrátt fyrir að þau séu ekki alltaf sýnileg eru þau engu að síður mikilvæg í lífríki fjarðarins.

Verkefnið snýr að grundvallarþáttum í starfi Maríu Sjafnar, þar sem hún kannar snertifleti manns og umhverfis í marglaga þekkingarsköpun og skoðar myndmálið sem á stundum veitir ný sjónarhorn. Fjörðurinn er viðkvæmt vistkerfi og þær ákvarðanir sem við tökum um innleiðingu nýrra tegunda í lífríki hafsins gætu haft afleiðingar.

Seyðisfjörður MKV – scale: 1:25000. Risoprent í upplagi af 20 (Riso print, of 20) Meðalfjöldi hópa/tegunda á stöðvum sem liggja til grundvallar fyrir útreikninga á fjölbreytni botndýra í Seyðisfirði. (Average number of groups/species at base stations)

Amphipoda marfló. Silkiprent í upplagi af 10 (Silkscreen print, edition of 10)

Cumacea – pungrækja. Æting prent í upplagi af 10 (Etching, edition of 10)

Nemertea – Ranaormar. Æting prent í upplagi af 10 (Etching, edition of 10)

Bivalvia – Samlokur. Æting prent í upplagi af 10 (Etching, edition of 10)

Blue mussel – bláskel. Silkiprent í upplagi af 30 (Silkscreen print, edition of 30