Home » 2010

NOKKUR DÆMI UM HREIÐURGERÐ

Gestalistamaðurinn Ethan Hayes-Chute opnar sýninguna Nokkur dæmi um hreiðurgerð á Vesturveggnum.

Ethan Hayes-Chute sýnir nýjar teikningar á Vesturveggnum byggðar á hugmyndum um nægjusemi, sjálfs-viðhald og einangrun. Fíngerðar teikningarnar, unnar á gulnaðan pappír minna á gleymdar arkitekta teikningar eða gamlar skissur. Fjölbreytt dæmin um mögulega lifnaðarhætti fagna hinu handgerða eða heimatilbúna, hinu sjálfsprottna sem flest okkar, á einhverjum tíma, höfum þráð – hvernig svo sem líf okkar er.

Ethan er fæddur í Freeport, Main U.S.A. en býr og starfar í Berlín. Ethan er gestalistamaður í Skaftfelli til áramóta. Sýningin stendur út árið.