Skaftfell auglýsir veitingaaðstöðu í Bistrói til leigu!

Skaftfell auglýsir veitingaaðstöðu í Bistrói Skaftfells til leigu.

Bistró Skaftfells hefur verið í rekstri frá 2001 og hefur áunnið sér
gott orðspor sem veitingastaður, kaffihús og bar. Veitingasalurinn tekur 30 –
40 manns í sæti og leigist út með öllum helstu tækjum og tólum til
hefðbundins veitingarekstrar. Undanfarin ár hefur staðurinn verið rekinn
með fullum opnunartíma frá 1. maí til 15. september og helgaropnun
aðra mánuði ársins.

Væntanlegur rekstraraðili þarf að hafa gott samstarf við listamiðstöðina og
æskilegt er að hann hafi þekkingu og áhuga á starfsemi hennar.

Aðstaðan er laus frá 1. mars 2011 og æskilegt að rekstur hefjist eigi síðar
en um miðjan apríl.

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2010
Ferilskrá, ástæður umsóknar og rekstrarhugmynd þurfa að fylgja umsókn.

Allar frekari upplýsingar gefur Þórunn í s. 472 1632 eða með tölvupósti
[email protected]

Umsóknir sendist á [email protected] eða Austurveg 48, 710 Seyðisfirði
merkt Bistró.