Home » 2015

SUM

Frumsýning á kvikmyndaverkinu SUM eftir Cai Ulrich von Platen.

Sunnudaginn 1. mars kl. 16:00 í Herðubreið, bíósal.

Nánar um myndina:

Við gæjumst inn í notalegt skrifstofupláss í Kaupmannahöfn. Í öruggu umhverfi framkvæma tveir aldraðir endurskoðendur daglegar bókhaldsvenjur, við sveiflumst í álíka ómikilfenglegar senur í Hanoi Hamborg, Damskus og Narva í Eistlandi. Við heyrum raddir en hreyfanlegir líkamar, vöruskipti, augngot og mismunandi stellingar búa til samfellu í summu lífsins.

Útgangspunktur SUM er einfaldur: einn maður með litla upptökuvél sem varfærnislega skrásetur athafnir daglegs starfs, venjuleg verkefni og einfalt hátterni frá sínu sjónarhorni.

Sýningartími: 45 mín.

Verk myndlistarmannsins Cai Ulrich von Platen (f.1955) samanstanda af málverkum, skúlptúrum, innsetningum, ljósmyndum og myndbandsverkum. Verk hans gefa tilefni til mjög sérstæðra og persónlegra sýninga, kvikmynda og bóka. Samhliða tekur hann þótt í fjölmörgum listrænum samstarfsverkefnum og listamannastýrðum sýningum.