Home » 2005

ÞRIÐJA HJÓLIÐ

16 júl 2005 – 04 ágú 2005
Vesturveggur

Ég er grafíker sem málar myndir og ég málaði stóra veggmynd í vinnustofu minni í Noregi, þar sem ég dvaldi í nokkra mánuði á síðasta ári. En áður en ég fór aftur heim til Íslands ?urfti ég að mála yfir myndina sem að meira að segja Sonja Noregsdrottning hafði skoðað og var veggmyndin skýrð eftir því „Royal cow“, ekki ?að að Sonja hafi ekki verið fín kona.

Fyrir mig er myndlist með ákveðin líftíma áhugavert fyrirbæri, þar sem kraftur og kæruleysi haldast í hendur og svo er hitt fyrirbærið sem ég er búin að vera skoða undanfarið sem er fyrirmynd og eftirmynd, að endurtaka eitthvað ákveðið þema hvort sem hugmyndin sé frá því í gær eða úr barnæsku. þetta er innihald sýningarinnar minnar.

The royal cow is dead, long live the royal cow.
davíð örn halldórsson Hamar

 

Lofræða Takk

Eitt sinn sagði vinur hans Davíðs mér að hann Davíð væri vaxinn eins og ofurhetja: „Lágvaxnir strákar eru oft vaxnir eins og ofurhetjur“ . (Eftir að hafa séð Davíð beran að ofan hér á Seyðisfirði get ég staðfest ?að…) þetta var fyrir fjórum árum síðan en í raun er ég  bara nýbúin að kynnast honum að ráði…. Hann kom nefnilega heim til kærasta míns seint og óboðinn eina nótt með tvo þjóðverja og eina jónu. Davíð varð (litli) heimalningurinn okkar í smá tíma eftir ?að og fór mér að þykja vænt um hann eins og hann væri litli(afsakið aftur) ofurhetjuhvolpurinn okkar. Davíð er nefnilega, eins og Palli kærasti minn orðaði það einu sinni, „rosa fínn strákur“. Ég er glöð að við erum orðin formlega vinir- svona í staðinn fyrir óformlega vini sko. Ég er glöð að vera á Seyðisfirði og ég er glöð að fá að sjá þessa heimsfrumsýningu á verkum hans. Glöð, glöð, glöð. Húrra fyrir Davíð.
Anna Rut formlegur vinur.

davíð örn halldórsson
bergstaðarstræti 52
[email protected]
s. 8459063

Þettaersjöttaeinkasýningin
davíð örn er í Dieter Roth Akademíunni