Home » 2011

Andrea Weber sýnir í bókabúðinni – verkefnarými

Andrea Weber býr og starfar í París og Berlín. Hún nam ljósmyndun og myndlist í París og Esses á árunum 1994 – 2006.

Andrea Weber vinnur með rými; samband tvívíðs- og þrívíðs rýmis og skörun hins innra og hins ytra. Verk hennar eru innblásin af draumum, náttúrunni og hinu manngerða umhverfi.

Andrea Weber dvaldist í gestavinnustofu SÍM og NES á síðastliðnu ári, hún er gestalistamaður í Skaftfelli í desember og janúar.

http://igomythic.blogspot.com
http://personaliceland.blogspot.com