Home » 2015

Atlandshafs tvíæringur: ósögð saga

For thousands of years the ocean was defining the limits of the known world. For centuries it has inspired people to overcome the impossible. Today the ocean is connecting nations and ideas and traditions. The Atlantic Biennale: Untold Saga kick-off event at Seydisfjordur invites you to witness the impossible becoming true.

Dagskrá:

17:00 Brottför frá Bókabúðinni-verkefnarými
17:30 Eyja
18:00 Kynning á Atlandshafs tvíæringur: ósögð saga í gestavinnustofunni Norðurgötu, Draumhús, opin vinnustofa hjá Robertas Narkus
Setningarpartí

Samstarfsaðilar: Lunga-skólinn, Árni Geir Lárusson, Tónlistarskóli Seyðisfjarðar, Times New Roman.

Atlandshafs tvíæringur: ósögð saga er afsprengi gestalistamannsins Robertas Narkus (LT). Robertas lýsir listsköpun sinni sem stýring á kringumstæðum í hagkerfi tilviljana. Hann sameinar hið venjulega og fáránlega til að kanna hagfræði tilviljunar, ímyndaða reynslu og táknrænt fjármagn.

Dvöl Robertas í Skaftfelli er í tengslum við verkefnið Climbing Invisible Structures byggir á dvöl í gestavinnustofum og sýningarröð. Það er skipulagt af Nida Art Colony of Vilnius Academy of Arts (NAC) (Litháen), í samstarfi við Office for Contemporary Art Norway, Nordic Artists’ Centre Dale (Noregi),  Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands (Ísland) og Ars Communis Residency Centre YO-YO (Litháen). Sýningarstjórar eru Eglė Mikalajūnė og Samir M’kadmi.

Verkefnið er fjármagnað með styrk frá European Economic Area Financial Mechanism 2009-2014 (www.eeagrants.lt/en/programmes/description/program-description/program/31) og NAC.

Ljósmynd: Tony Wu Photography