Articles by: Tinna

Photo: Magnús Reynir Jónsson

Skaftfell 20 ára

Skaftfell fagnar 20 ára starfsafmæli á þessu ári og ýmislegt í vinnslu til að fagna áfanganum. T.d. er verið að vinna að útgáfu afmælisrits í samstarfi við Miðstöð menningarfræða, Elfu Hlín Pétursdóttur, með það að leiðarljósi að skjalfesta 20 ára sýningar og menningarsögu Skaftfells. Í útgáfunni verður notast við myndefni, ljósmyndir og útgefið efni tengt sýningum, gestavinnustofum, fræðsluverkefnum og annarri starfsemi Skaftfells þessi tuttugu ár. [box] Af þessu tilefni köllum við eftir gögnum, í hvaða formi sem er, sem tengist miðstöðinni. Ef þú átt sýningarskrá, veggspjald, ljósmyndir o.s.frv. sérstaklega frá fyrstu árunum endilega hafðu samband s: 472 1632, [email protected]. [/box]

/www/wp content/uploads/2018/02/pm akafi 2018

Printing Matter – Ákafi

Síðustu þrjár vikur hefur hópur alþjóðlegra listamanna tekið þátt í þematengdri vinnustofu, „Printing Matter“, þar sem prentun og bókverkagerð eru rannsökuð bæði verklega og hugmyndafræðilega. Leiðbeinandi er danska listakonan og grafíski hönnuðurinn Åse Eg Jörgensen og hefur hópurinn m.a. verið með vinnuaðstöðu á Tækniminjasafninu. Myndlistarkonan Litten Nyström hefur verið þeim innan handar. “Printing Matter” er vinnustofa þar sem áhersla er lögð á að skapa vettvang fyrir þekkingarskipti, samtal og samstarf í tengslum við prentun og bókverk og er þátttakendum uppálagt að deila úr eigin reynslubanka. Í upphafi kynntu allir bakgrunn og fyrri verk auk þess sem hver og einn útbjó og […]

Read More