Articles by: Tinna

/www/wp content/uploads/2016/10/valdamiklirmenn hallandi

Útgáfuhóf vegna Valdamiklir menn

Útgáfu á glæpasögunni Valdamiklir menn eftir Jón Pálsson veður fagnað í Skaftfell Bistró laugardaginn 5. nóvember kl. 16:00. Höfundur mun lesa upp úr nýútkominni bók sinni ásamt Sólveigu Sigurðardóttur og Árna Elíssyni. Jón hefur áður sent frá sér ljóðabækur og skáldsögur en Valdamiklir menn er fyrsta glæpasagan hans þar sem spennandi atburðarás fléttast saman við leiðangur um íslensk samfélag 21. aldar. Bókin er gefin út af Höfundaútgáfunni. Viðburðurinn er hluti af Dögum myrkurs.

/www/wp content/uploads/2016/10/munnleggeymd 2016

Munnleg geymd og kortlagning minninga

Hvað er munnleg geymd? Hvernig birtist fyrirbærið okkur í dag ólíkt fyrri tímum þar sem fólk reiddi sig nær eingöngu á eigið minni til að koma frásögnum og þekkingu til skila? Fræðsluverkefni Skaftfells veturinn 2016-2017 er farandlistsmiðja sem ferðast á milli austfirskra grunnskóla. Hugtakið munnleg geymd verður krufið bæði í tengslum við gamla og nýja tíma og í kjölfarið skoðað hvað gerist þegar munnleg geymd er skrásett bæði í formi hljóðupptöku og á sjónrænan hátt. Nemendur munu vinna verkefni þar sem þeir fá að kafa ofan í sinn eigin minninga- og frásagnarbanka þar sem útgangspunkturinn er staður í þeirra nágrenni […]

Read More