Námskeið og smiðjur fyrir fullorðna

FLOCK listasmiðja með Rachel Simmons

FLOCK listasmiðja með Rachel Simmons

Laugardaginn 20. ágúst, kl. 10:00-11:30 og 13:00-16:00 Taktu þátt í FLOCK listasmiðju með Rachel Simmons! Smiðjan inniheldur göngutúr og fuglaskoðun um bæinn fyrir hádegi og prentgerð í stúdíóinu þar sem skrautlegir fuglarnir verða til. Smiðjan er fyrir krakka á öllum aldri og foreldrar eru velkomnir með! Aðgangur er ókeypis. Sendu tölvupost á [email protected] fyrir frekari upplýsingar og skráningu. kl. 10:00-11:30: Fuglaskoðun.Hist verður kl. 10:00 í Herðubreið til þess að skoða FLOCK sýninguna og svo verður farið í fuglaskoðunargöngu með listamanninum. kl. 11:30-13:00 Hádegishlé kl. 13:00-16:00: Prentsmiðja. Eftir hádegi hittumst við kl. 13:00 í smiðju Seyðisfjörður Prentverk að Öldugötu 14. Rachel Simmons er bandarísk listakona […]

Read More

Silkiþrykknámskeið fyrir bæði óreynda og lengra komna

Silkiþrykknámskeið fyrir bæði óreynda og lengra komna

Helgarnámskeið 8.-9. febrúar EÐA 22.-23. febrúar  Laugardagur: kl. 10:00-13:00/Hlé/ kl. 14:00-16:00 Almenn kynning á prentaðferðinni og léttar æfingar. Sunnudagur: kl. 10:00-13:00 Unnið áfram með eigin hugmyndir. Verð: Hægt er að skrá sig eingöngu á laugardag sem kostar 6000.- kr. EÐA á báða daga sem kostar 10.000.- kr. Innifalið í verði er allur efniskostnaður. Námskeiðið fer fram í sýningarsal Skaftfells á Austurvegi 42. Hámarksfjöldi þátttakenda: 6-8 manns Skráning og fyrirspurnir fara fram á [email protected] Við hvetjum áhugasama að kanna hvort stéttarfélagið ykkar bjóði upp á niðurgreiðslu. Námskeiðið er haldið af FOSS editions og fer fram á ensku.