2003

40 sýningar á 40 stöðum

Þessi sýningaröð er haldin í tilefni af fertugsafmæli listamannsins og eins og nafn sýningarinnar segir til opnar ný sýning á nýjum stað á degi hverjum víðs vegar um heiminn. 19.júlí kom Aðalheiður til Seyðisfjarðar með skúlptúr í fartaskinu. Þar er Dieter Roth kominn, samansettur úr mörgum viðarbútum, með blýant sér við hönd. Nú situr hann í Skaftfelli á besta stað í húsinu og teiknar og skrifar dag eftir dag – þó reyndar fær hann dágóða hjálp frá gestum og gangandi. Dieter mun væntanlega heiðra húsið með nærveru sinni um ókomna framtíð. Aðalheiður fæddist á Siglufirði 23.júní 1963. Hún útskrifaðist frá […]

Read More

Fogelvlug

Á gólfi sýningarsalsins liggja tvö stór kort, annað er landakort sem nær frá Rússlandi til Íran og hitt er fuglakort. Yfir kortin og mikinn hluta gólfsins liggur stórt net í felulitunum. Í horni salarins er pýramídi gerður úr bláu litarefni. Á veggjunum eru ljóðræn textabrot. Þýski myndlistarmaðurinn Lothar Baumgarten er vel þekktur og alþjóðlega virtur sem listamaður. Hann lærði við listaakademíuna í Karlsruhe og tók svo framhaldsnám í Dusseldorf-akademíunni undir leiðsögn listamannsins Joseph Beuys. Hann hefur fjórum sinnum verið þátttakandi á Documenta-sýningunni og verið fulltrúi Vestur-Þýskalands á feneyjartvíæringnum. Hann hefur sýnt í mörgum helstu söfnum heims eins og Guggenheim-safninu, MOMA […]

Read More