Home » 2008

FURÐUDÝRAFRÆÐISAFN HR. & FR. REES

Aðalsýningasalur

04 okt 2008 – 26 okt 2008

Innblástur Marinu Rees, að tileinka sér lífræn efni og fyrirbæri, á rætur sínar að rekja til útstillinga safna á sýnishornum og hlutum. Hún vitnar í þjóðsagnaarfleifð á súrrealískan hátt í framsetningu sinni á hlutum, sem eru ýmist raunverulegir safnmunir, fundnir á förnum vegi eða skapaðir til að passa inn í heildina.
Sam Rees hefur mikinn áhuga á hverfulleika ,,kitschins“; fáránlegum minjagripum og klisjukenndri (banal) markaðssetningu/sölumennsku. Til að fullkomna ,,safnið“ mun hann setja upp safnverslun þar sem hann hyggst selja sína eigin furðulegu framleiðslu, undir áhrifum rannsókna og sköpunarverka konu sinnar.

Minnjasafn Austurlands og Tækniminnjasafn Austurlands lánuðu góðfúslega muni á sýninguna.