Home » 2015

Local/Focal/Fluctuant

Föstudaginn 25. sept, kl. 19:30 – 22.00
Bókabúðin-verkefnarými

Seyðisfjörður býr yfir alþjóðlegri tengingu við umheiminn. Gríska listateymið Campus Novel rannsakar þennan hafnarbæ á Austurlandi í samhengi við almenna ímynd um samsvarandi svæði. Straumur fólks, innfluttra vara og upplýsinga mótar einkenni staðarins og gefur um leið vísbendingar um tengsl, hreyfanleika, tengslanet, stjórnkerfi, takmarkanir og skaranir.

Myndbandsinnsetningin Local/Focal/Fluctuant er tilraun til að staðsetja þessi einkenni staðarins út frá þeirri sérstöðu sem áðurnefnt gegnumstreymi skapar.

Campus Novel er listateymi sem er starfækt bæði í Aþenu og Berlín og var stofnað í nóvember 2011. Í verkum sínum gera listamennirnir tilraun til að afbaka staðhæfingar um vestrænt nútímasamfélag með það að markmiði að skapa kringumstæður þar sem hægt að draga nýjar ályktanir og skapa nýtt samhengi. Hópurinn tekur oft fyrir nokkur sjónarhorn út frá fornleifafræðilegum forsendum til að skoða nútímanum í þeim tilgangi að endurskoða og leita eftir nýrri merkingu. Í verkum sínum nýta þau sér margs konar fræðasvið (heimspeki, arkitektúr, táknfræði, gjörningalist) til að skapa samræðu án þess að leggja upp með ákveðna merkingu. Innan listateymisins Campus Novel starfa listamennirnir Giannis Cheimonakis, Giannis Delagrammatikas, Foteini Palpana, Yiannis Siniouroglou og Ino Varvariti.

http://campusnovel.blogspot.gr