Home » 2015

Seyðisfjörður Suite

Aðeins eina kvöldstund !

Opnun þriðjudaginn 16. sept from 18-20 í Bókabúðinni-verkefnarými

Seyðisfjörður Suite er sería með níu myndum teiknaðar með blýi, silfri og krít á vindpappa. Verkin urðu til á sex vikna tímabili á Hóli, gestavinnustofu Birgis Andréssonar á Seyðisfirði.

Í þoku, mistri og aðstæðum sem bjóða upp á lítið ljós skortir sjónrænar upplýsingar bætir hugurinn það upp með því að skálda minningar. Á svipaðan máta getur teikning vakið upp stað án þess að eiga sér eftirmynd. Serían Seyðisfjörður Suite kallar fram upplifun af stað sem er ekki lengur til.

I draw because it does not discriminate between any form of thought. I use drawing for its proximity to cognitive action, and because it privileges the gestures of writing. 
My drawings meld acts of writing, annotation, schematizing, mapping, note taking, drawing from observation, drawing from memory, ‘taking a line for a walk’, and so on.

Æviágrip

Richard Höglund, f. 1982, býr og starfar í París. Richard fór í School of the Museum of Fine Arts í Boston og lauk MFA námi í École Supérieure des Arts Décoratifs í Strasbourg. Hann lagði stundir á ljóðlist í Háskólanum í Karlova í Prag og táknfræði í Massachusetts Institute of Technology. Nýlega var Richard valin af Tacita Dean til að taka þátt í námskeiðinu Fundación Botín í Santander.

Richard hlaut verðlaunin Prix Jeune Création í Paris árið 2006. Verk eftir hann hafa verið til sýnis í sýningum í Mamco í Geneva, Tête í Berlín, La Générale í Paris og the National Gallery í Sofia. Framundan er sýning er varðar íkonaklasma í Saatchi Gallery í London.