Home » 2012

SYLT / SÍLD

Laugardaginn 28. apríl var útilistaverkið Sylt / Síld – eyja á eyju eftir listahópinn GV afhjúpað. Verkið er staðsett á landfyllingunni við höfnina á Seyðisfirði og er heilir 19 metrar á lengd.

GV hópurinn dvaldi í gestavinnustofu á vegum Skaftfells í apríl og notaði Bókabúðinn-verkefnarými sem vinnustofu á meðan á dvöl þeirra stóð. Þar unnu þau að hugmyndavinnu og framkvæmd verkefnisins.

Hugmyndin á bak við Sylt / Síld er að smíða svið, nokkursskonar pall sem að íbúðar Seyðisfjarðar geta notað eins og þeim lystir. Lögun verksins vísar í eyjuna Sylt, sem var áður skrifað Síld, og er staðsett við norðurströnd Þýskalands. Listamennirnir kusu þó að brjóta upp formið og þannig afhelga þá táknmynd sem verður ósjálfrátt til þegar ákveðið tákn er valið og sett fram.

GV hópurinn var stofnaður árið 2007 í Þýskalandi og samanstendur af Philipp Ackermann, Christin Berg, Christoph Hahne, Thomas Judisch, Claus Lehmann, Valentin Lubberger, Lasse Wilkening, Linus Lohmann og Sigtryggi Berg Sigmarssyni.  Meðlimir hafa fjölbreyttan bakgrunn; arkitektúr, myndlist og sviðshönnun, og eru búsett í Berlín, Hamburg, Frankfurt og Reykjavík.

Ljósmyndir: Lasse Wilkening & Litten Nyström
Vefsíða GV: http://www.zange.ws/