Post Tagged with: "Vinnustofan Seyðisfjörður"

SOÐ

SOÐ

Nemar á lokaári úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands opna samsýninguna SOÐ næstkomandi laugardag í Skaftfelli á Seyðisfirði. Sýningin er afrakstur tveggja vikna námskeiðs í samstarfi við Dieter Roth Akademíuna, Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands og Tækniminjasafn Austurlands. Andi bæjarins fléttast inn í listræna vinnu nemenda sem eru bæði af innlendu og erlendu bergi brotnir. Þeir hafa unnið með staðhætti, brugðist við umhverfinu og sköpunarkraftinum sem Seyðisfjörður býr yfir. Forvitni þeirra hefur drifið þau áfram við listrænar rannsóknir og leitt til spurninga um alheiminn, tímann, tækni, manneskjuna og lífið. Verkin eru af ýmsum toga; skúlptúrar, hljóðverk, innsetningar og uppákomur. Nemendur hafa lagt leið […]

Read More

Veldi

Veldi

Útskriftarnemar í myndlistardeild við Listaháskóla Íslands dvöldu á Seyðisfirði í tvær vikur við undirbúning sýningarinnar og hafa notið aðstoðar bæjarbúa sem tóku þeim opnum örmum og hafa veitt þeim innsýn í fjölbreytta verkmenningu bæjarins. Þeir hafa þannig kynnst fiskveiðum, stálsmíðum og ullarvinnslu auk þess sem þeir hafa fengið að reyna á eigin skinni einangrun og óvissu sökum vondra veðra og ófærðar. Þetta er stærsti hópur nemenda sem sækir námskeiðið frá upphafi, en auk þess fylgja sumum nemendum makar og fjölskyldur. Hópurinn er fjölbreyttur og inniheldur landkrabba og reyndar aflaklær, grasætur og blóðþyrstar skyttur, vinnuþjarka og letiblóð, borgarbörn og sveitavarga, sumir […]

Read More