Post Tagged with: "Vinnustofan Seyðisfjörður"

/www/wp content/uploads/2017/01/lhi koma 860

Koma

Sýning með verkefum eftir nemendur Listaháskóla Íslands sem tóku þátt í árlega námskeiðinu, Vinnustofan Seyðisfjörður. Sýningarstjórar: Björn Roth og Kristján Steingrímur. Við komum á Seyðisfjörð eina helgi en við erum ennþá komandi viku seinna. Lendingin er löng en ekki ströng. Við erum aðkomandi, framkomandi í snjókomandi bæ. Dvölin er ljúf en við erum ekkert nema tímabundnir komumenn og konumenn með hálsmen og zen: Komið, verið velkomin á Komuna okkar. Koma stendur til 2. apríl. Opið virka daga frá kl. 15:00-21:00 og um helgar frá 14:00-21:00.

/www/wp content/uploads/2017/01/lhi 2017 840 img 3898

Vinnustofan Seyðisfjörður 2017

Vinnustofan Seyðisfjörður er tveggja vikna námskeið á vegum Dieter Roth Akademíunar fyrir útskriftarnema úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Námskeiðið hefur verið haldið sautján sinnum, síðan 2001, undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms Jónssonar. Þátttakendur í ár eru: Ágústa Gunnarsdóttir, Bára Bjarnadóttir, Camilla Patricia Reuter, Elísabet Birta Sveinsdóttir, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, Heiðrikur Brynjolfur T á Heygum, Ieva Grigelionyté, Katrín Kristjánsdóttir, Kristín Dóra Ólafsdóttir, Rannveig Jónsdóttir, Sigrún Gyða Sveinsdóttir, Valgerður Ýr Magnúsdóttir, Veigar Ölnir Gunnarsson, Ylfa Þöll Ólafsdóttir, Ýmir Grönvold & Þorgils Óttarr Erlingsson. Á námskeiðinu er lögð er áhersla á að nemendur kynnist aðferðafræði svissneska listamannsins Dieter Roth og geti nýtt […]

Read More