Home » 2003

Woelkenwoelkenstad

Woelkenwoelkenstad er langtímaverkefni þar sem Fredie Beckmans smíðar fuglabúr sem vísa til leikrits Aristófanear um fuglana. Þetta er saga um hvernig fólk í fyrstu fórnar mat til guðanna, en síðar þegar fuglarnir hafa byggt borg í háloftunum fórna mennirnir reyk hand fuglunum. Hann hefur þegar smíðað um 300 fuglabúr og á þeim eru nöfn allra fugla í heiminum. Nöfnin eru þegar á hollensku, frönsku, og þýsku. Fyrir íslensku sýninguna gerir hann 50 fuglabúr með íslenskum nöfnum.   Fredie Beckmans er hollenskur listmatargerðarmaður.

Sem listmatargerðarmaður spyr Fredie Beckmans sjálfan sig hver sé grunnur matargerðalistar. Spurningin er mikilvæg vilji maður fá meira út úr matnum en eingögnu að borða hann. Búa þannig um, á listrænan hátt, að hugurinn hvarfli að þeim heimi sem liggur að baki því sem maður borðar. Hugsanlega má hafa um þetta líkingamál; að borða með munninum er eins og að borða með heilanum, – hungur er löngun í þekkingu.
Ekki þarf að leita að grunnatriðum listmatargerðar í kokkabókum sem eru fullar af uppskriftum, eins og listmálari þarf ekki alla ævi sífellt að leita í listabókum að uppskriftum af olíumálverkum. Ekki spyrja meistarakokka eða veitingahúsagagnrýnendur um grundvallaratriði matargerðalistarinnar, því þeir vita alltaf betur, en þó eingöngu hvernig hlutirnir eiga að vera. Gamla aðferðin, eins og iðngreinin mælir fyrir um. Þar er hátæknin í fyrirrúmi en heimspekin gleymist alveg.