Home » 2013

A DAY OF 13 SUCCESSIVE HALF HOUR EXHIBITIONS ALTERNATING BETWEEN TWO ROOMS IN SKAFTFELL BÓKABÚА

22. Júlí 2012, frá kl.14:00-19:00
Bókabúð-verkefnarými / Reaction Intermediate

Sýningaröð byggð á örstuttum myndlistarsýningum sem víxlast á milli tveggja rýma í Bókabúð-verkefnarými. Til sýnis verða verk eftir ýmsa listamenn sem hafa verið boðið að taka þátt.

Hugmyndin að baki “A day of 13 successive half hour exhibitions alternating between two rooms in Skaftfell Bókabúð” var upphaflega framkvæmd í Nomi’s Kitchen í Glasgow árið 2011. Þá fengu tveir ritstjórar frá danska listtímaritinu Pist Protta að bjóða ellefu listamönnum frá Kaupmannahöfn og Glasgow að taka þátt í svipaðri gjörningaröð.

Krafist var af þátttakendum að þeir gætu komið verkinu sínu inn í rýmið, sett upp og tekið niður á innan við 15 mínútum. Með svona stutta tímaramma, hver sýning stendur í 30 mínútur, ljær formið hverri sýningu ákveðin óformlegheit og þannig gefst tækifæri til að gera tilraunir innan þessa tímamarka.

Margar sýningar leiða einnig af sér margar opnanir og má þess vegna gera ráð fyrir fjörugri dagstund. Boðið verður upp á bæði mat og drykki.

Að verkefninu standa;

Åse Eg Jørgensen f. 1958 í Danmörku, útskrifaðist frá danska hönnunarskólanum árið 1989. Hún  starfar sem listamaður og grafískur hönnuður, og hefur með-ritstýrt hinu danska Pist Protta í 30 ár. Åse vinnu með ýmsa prentmiðla og er mjög hrifin af pappír, litum og bókum. Með nýlegum listaverkum má nefna Kompendium 6 og Kompendium 7, endurprentuð skrautleg bréfsefni. Hún er með aðsetur í Kaupmannahöfn og er eigandi Åse Eg Aps. www.hos-eg.dk

Jesper Fabricius, f. 1957 í Danmörku, lærði kvikmyndaklippingu í danska kvikmyndaskólanum árin 1987-1991. Hann hefur ritstýrt list-tímaritinu Pist Protta síðan 1981 og einnig gefið út bækur um myndlist, bókverk, ljóð, undir nafninu Space Poetry síðan 1980. Jesper hefur gert kvikmyndir, bæði tilrauna- og heimildamyndir í mörg ár. Býr í Kaupmannahöfn. www.jesperfabricius.dk / www.spacepoetry.dk

Ráðhildur Ingadóttir, f .1959, lærði í Emerson College í Sussex og St Albans College of Art and Design, Bretlandi, frá 1981 – 86 og hefur verið virk sem listamaður síðan. Ráðhildur vinnur með ýmsa miðla, s.s. texta, teikna, vegg-teikningar og málverk, skúlptúr, vídeó og innsetningar og mun gegna stöðu listræns stjórnandi Skaftfells árin 2013-2014. Hún býr og starfar í Kaupmannahöfn og á Seyðisfirði. www.radhildur.com

Tumi Magnússon, f. 1957, stundaði myndlistarnám í Reykjavík og Enschede, Hollandi, frá 1978-81. Verk hans í dag hverfast um rými, í formi strekktra ljósmynda eða myndbands- og hljóðinnsetninga. Tumi var prófessor við Listaháskóla Íslands frá 1999 til 2005, og við Konunglega danska listaháskólann frá 2005 til 2011. Hann býr nú og starfar í Kaupmannahöfn og á Seyðisfirði. www.tumimagnusson.com

Verkefnið er hluti af sumarsýningarröð Skaftfells 2012 Reaction Intermediate.