Articles by: Pari Stave

The Arctic Creatures Revisited

The Arctic Creatures Revisited

Skaftfell tilkynnir opnun sumarsýningarinnar The Arctic Creatures Revisited, sem verður opin almenningi frá 6. maí til 20. ágúst 2023. Á sýningunni eru yfir 20 ljósmyndir eftir The Arctic Creatures, samstarfshóp þriggja listamanna – myndlistarmannsins Hrafnkels Sigurðssonar, kvikmyndagerðarmannsins og leikstjórans Óskars Jónassonar og leikarans/leikstjórans Stefáns Jónssonar. Á löngum gönguferðum um óbyggðir Íslands leika listamennirnir hlutverk í senum sem þeir semja og setja á svið og eru innblásnar af fundnum hlutum sem einnig gegna hlutverki leikmuna. Afraksturinn eru ljósmyndir teknar á árunum 2012-22, í senn skoplegar og sorglegar, skringilegar og umhugsunarverðar, einlægar en um leið listilega kænlegar. Hrafnkell, Óskar og Stefán eru […]

Read More

News: Tvísöngur

News: Tvísöngur

Tvísöngur, eftir þýska listamanninn Lukas Kühne, er „mikilvægt hljóðkennileiti í menningarlandslagi Austurlands“ og Múlaþing, sem nú á skúlptúrinn, og Skaftfell, sem sér um varðveislu hans, undirrituðu nýlega samkomulag við listamanninn til að tryggja langtímavarðveislu og vernd skúlptúrsins og staðsetningar hans. Hinn tignarlegi hljóðskúlptúr sem enn stendur í hlíðum Strandartindar á Seyðisfirði var opnaður almenningi fyrir rúmum áratug, í september 2012. Um tilurð verksins sagði Kühne: „Mig langaði að hlusta á staðinn, á menningu Íslands, og skapa tengingu við listina sem ég vinn að í dag. Í rannsóknum mínum rakst ég á hinn séríslenska tveggja radda, samsíða fimmundarsöng sem kallast tvísöngur. […]

Read More