Articles by: Tinna

/www/wp content/uploads/2018/09/asl aug leidsogn

Fjölskylduleiðsögn alla laugardaga kl. 15:00 í september

Í september verður boðið upp á fjölskylduleiðsögn á laugardögum þar sem rýnt verður í verk Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) og Gunnlaugs Scheving (1904-1972) í sýningunni Alls konar landslag. Leiðsögnin fer fram á íslensku og er hluti af BRAS. BRAS, www.bras.is, er haldin í fyrsta skipti í september 2018 og fer fram víðsvegar í fjórðungnum. Hátíðin er samstarfsverkefni Skaftfells, Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, Tónlistarmiðstöðvar Austurlands, Menningarstofu Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs, Skólaskrifstofu Austurlands og Austurbrúar. Hluti hátíðarinnar sem öllum er opinn en auk þess er fjöldinn allur af listasmiðjum og viðburðum í boði allan september í skólum á Austurlandi.

/www/wp content/uploads/2018/09/pm sept 2018 img 6442 1000

Printing Matter sýning

Laugardaginn 22. september verður til sýnis afrakstur úr Printing Matter sem er þematengd vinnustofa á vegum Skaftfells í samstarfi við Tækniminjasafn Austurlands. Þetta er þriðja skiptið sem Printing Matter er hleypt af stokkunum. Að þessu sinni taka sjö listamenn hvaðanæva úr heiminum þátt í vinnustofunni sem hófst í byrjun september og stendur í þrjár vikur. Ferlið hefur verið með svipuðu sniði og áður, en lögð er áhersla á bókverk og ólíkar prentaðferðir sem og skapaður vettvangur fyrir þekkingarskipti, samtal og samstarf milli þátttakenda. Leiðbeinendur eru Åse Eg Jørgensen og Litten Nystrøm. Síðustu vikur hefur hópurinn notið fallegra haustlita sem prýða fjörðinn og mikið […]

Read More