Articles by: Tinna

/www/wp content/uploads/2018/03/n t samsett 2018 1200

Nína og Gunnlaugur – Alls konar landslag

Útgangspunktur verkefnisins er sýning á verkum Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) og Gunnlaugs Schevings (1904-1972) sem ber heitið Alls konar landslag. Nemendum í 5.-7. bekk víðsvegar af Austurlandi verður boðið í leiðsögn um sýningu Skaftfells og listasmiðju sem er hugsuð sem kveikja að stærra verkefni sem nemendur munu vinna í kjölfarið t.d. í myndmenntatímum. Leiðbeinandi er Oddný Björk Daníelsdóttir, listfræðingur. Verkefnið skiptist í þrjá hluta: I. Hluti: Leiðsögn og listsmiðja í Skaftfelli Nemendur munu kynnast verkum Nínu og Gunnlaugs, skoða þau í samhengi við listasöguna og jafnframt kryfja innihald, tjáningarform og listræna þróun þessara tveggja listamanna. Nína og Gunnlaugur voru samtímamenn en […]

Read More

/www/wp content/uploads/2018/08/rafael vazques toledo peque skaftfell 10

Ný barnamenningarhátíð – BRAS

Haldin verður barnamenningarhátíð í fyrsta skipti á Austurlandi núna í september. Hátíðin hefur fengið nafnið BRAS og mun fara fram í menningarmiðstöðvunum á Austurlandi. Samband sveitarfélaga á Austurlandi ákvað að leggja fjármagn í barnamenningarhátíð í gegnum fjármagn frá Sóknaráætlun Austurlands. Austurbrú hefur umsjón með verkefninu í samstarfi við Skólaskrifstofu Austurlands og menningarmiðstöðvarnar á Austurlandi; Skaftfell, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs/Sláturhúsið og Tónlistamiðstöð Austurlands. Mikil áhersla hefur verið á auka listir og menningu fyrir börn síðustu ár. Í kjölfar menningarstefnu ríkisins hefur m.a. orðið til verkefnið List fyrir alla.  Barnamenningarhátíð er haldin árlega í Reykjavík með miklum ágætum og fleiri sveitarfélög hafa fylgt í […]

Read More