Articles by: Tinna

Hvít sól: rannsókn á sólarklukku og sumarhimni

Hvít sól: rannsókn á sólarklukku og sumarhimni

Við á norðurhveli búum við þær öfgar að sólin er ekki hin áreiðanlegasta klukka, hún færir okkur þó mjúklega inn í árstíðirnar með öfgakenndri birtu og myrkri. Ef við myndum smíða okkar eigin sólarklukku, hvernig liti hún út? Hvað myndi hún mæla? Fjórar listakonur koma til Seyðisfjarðar um hásumar til að rannsaka sumarhimininn með það verkefni í huga að búa til sólarklukku. Þær munu starfa í viku með allskyns tól að vopni, til skrásetningar og mælinga á sumarhimninum, sem mun vinna inn í rannsókn þeirra að sólarklukkunni. Þriðjudaginn, 17. júlí kl. 18:00, munu þær fremja sólargjörning undir næturhimni. Viðburðurinn er […]

Read More

/www/wp content/uploads/2018/06/dsc02870

Auglýst eftir forstöðumanni

Skaftfell, myndlistarmiðstöð Austurlands, auglýsir eftir einbeittum, sjálfstæðum og drífandi forstöðumanni. Starfsemi Skaftfells er tileinkuð miðlun, viðgangi og framþróun myndlistar á Austurlandi og er þeim markmiðum framfylgt með faglegri sýningardagskrá, rekstri gestavinnustofa og fræðslu fyrir börn og fullorðna í landsfjórðungnum. Við miðstöðina starfa þrír starfsmenn allt árið, auk sumarstarfsmanns. Forstöðumaður ber ábyrgð á daglegum rekstri miðstöðvarinnar. Helstu verkefni eru; Umsýsla með fjármálum, samningagerð og almenn stjórnunarstörf. Listræn stefnumótun, áætlanagerð og gerð styrkumsókna. Skipulagning og umsjón með sýningadagskrá og viðburðum, fræðsluverkefnum og starfsemi gestavinnustofa. Þátttaka í alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Samstarf við aðrar menningarmiðstöðvar, skólastofnanir og aðra sem vinna að málefnum lista og menningar […]

Read More