Framundan

Jan Krtička, AiR ´22: Kortlagning hljóðs

Jan Krtička, AiR ´22: Kortlagning hljóðs

Kortlagning hljóðs. Þegar tékkneski hljóðlistamaðurinn Jan Krtička dvaldi í Skaftfelli haustið 2022 tók hann upp hljóð á ýmsum stöðum í Seyðisfirði og á Skálanesi. Hægt er að nálgast upptökurnar á hinni stórkostlegu heimasíðu aporee.org/maps/, sem er safn hljóðupptaka frá því víðs vegar í heiminum. Listamannadvöl Jans var hluti af verkefninu Gardening of Soul, samvinnuverkefni Skaftfells og Univerzita Jana Evangelisty Purkynev Ústí nad Labem í Tékklandi. Jan Krtička: Ég dvaldi í mánuð á Seyðisfirði og kannaði umhverfið þar. Íslenskt landslag er mjög sérstakt, ég hafði aldrei séð neitt þvílíkt áður. Við þekkjum öll ljósmyndir af íslensku landslagi, en veit einhver hvernig […]

Read More