Post Tagged with: "Gestalistamaður"

/www/wp content/uploads/2016/01/nora raum1 840

Suspending plains

Verið hjartanlega velkomin að upplifa listrænar tilraunir, fimmtudaginn 21. janúar, frá kl. 20:00-22:00 í Bókabúðinni-verkefnarými. Þýska listakonan Nora Mertes skoðar tengsl mannslíkamans og efnis í umhverfinu. Hún notar hendur sínar og líkama til að velta fyrir sér, forma og endurmóta efni. Að hvaða leyti getur hún, eingöngu með líkamanum, hagrætt efninu? Á Seyðisfirði hefur Nora notast við gifs, málmplötur, leir og olíukennt svart blek. Skúlptúrar hennar kallast á við einkenni í landslaginu, bæði á efnislegan og sjónrænan máta. Formin halla, bráðna og hanga. Nora Mertes er gestalistamaður Skaftfells í desember 2015 og janúar 2016 með styrk frá Goethe Institut.

/www/wp content/uploads/2016/01/rrw promo image

Listamannaspjall #25

Þriðjudaginn 19. janúar kl. 16:30 Skaftfell, Austurvegur 42, 3. hæð Gestalistamenn Skaftfells í janúar Nora Mertes (DE) og Rashanna Rashied-Walker (USA) fjalla um verk sín og viðfangsefni. Einnig mun Ingirafn Steinarsson gefa stutta kynningu á listsköpun sinni en hann dvaldi sem gestalistamaður í Slakthusateljéerna í desember á síðasta ári, í gegnum vinnstofuskipti á vegum Skaftfells. Spjallið fer fram á ensku. Um listamennina Ingirafn Steinarsson lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1999 og útskrifaðist með MA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö 2006. Í verkum sínum vinnur hann með innsetningar, hluti, teikningar og myndbandsverk. Að undanförnu hafa verkin verið byggð í […]

Read More