Fréttir

Listamannaspjall: Jessica Auer

Listamannaspjall: Jessica Auer

Fimmtudaginn 26. janúar, kl. 17:00-18:00, Skaftfell, þriðja hæð Skaftfell býður til listamannaspjalls við Jessicu Auer sem býr á Seyðisfirði. Ljósmyndir hennar úr myndaröðinni Horft til norðurs verða sýndar í Skaftfell Bistró frá 23. janúar til 2. apríl 2023. Innsetningin og listamannaspjallið falla saman við sýningu Jessicu, Landvörður, sem stýrt er af Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur og opnar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 28. janúar 2023. Frekari upplýsingar: www.slaturhusid.is  Um listakonuna: Jessica Auer er kanadísk listakona sem kennir ljósmyndum við Concordia-háskólann í Montréal. Hún býr hálft árið á Seyðisfirði þar sem hún stýrir Ströndin Studio. Verk Jessicu snúast mestmegnis um að skoða landslag sem vettvang […]

Read More

Gardening of Soul: Introduction – Sýningaropnun í House of Arts

Gardening of Soul: Introduction – Sýningaropnun í House of Arts

7. desember opnaði sýningin Gardening of Soul: Introduction í House of Arts, Ústi nad Labem, Tékklandi. Sýningin er sú fyrsta í röð sýninga og gestavinnustofa sem eru afrakstur alþjóðlega samstarfsverkefnisins Gardening of Soul: In Five Chapters, sem Skaftfell tekur þátt í ásamt átta öðrum stofnunum frá Hong Kong, Króatíu, Ítalíu, Suður-Afríku, Þýskalandi, Austurríki og Úkraínu. Verkefnið er leitt af House of Arts. Skaftfell lagði til tvö verk á þessa sýningu, innsetningu sem sýnir Tvísöng (Lukas Kühne, 2012) og bókverk sem skrásetur samfélagsverkefnið Hafnargarð (2012-áframhaldandi). Bæði listaverkin eru staðsett á Seyðisfirði.  „Með því að nota heimildarmyndaform eða enduruppsetningar sýnir sýningin listaverk […]

Read More