/var/www/vhosts/skaftfell.is/httpdocs/wordpress/wp content/uploads/2017/11/lhi 2018

Vinnustofan Seyðisfjörður 2018

Opnun laugardaginn 3. feb. Nemendur Listaháskóla Íslands.

Síðan 2001 hefur árlega verið haldið tveggja vikna námskeið, Vinnustofan Seyðisfjörður, á vegum Dieter Roth Akademíunar fyrir útskriftarnema úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur kynnist aðferðafræði svissneska listamannsins Dieter Roth og geti nýtt sé þær sérstæðu aðstæður sem Seyðisfjörður býður upp á. Skaftfell er aðalbækistöð nemenda á meðan á námskeiðinu stendur, þar sem unnið er að þróunarvinnu og listsköpun. Námskeiðinu lýkur með sýningu í sýningarsal Skaftfells sem opnar laugardaginn 3. feb. 2018.

Leiðbeinendur eru Björn Roth og Kristján Steingrímur Jónsson.

Samstarfsaðilar námskeiðsins eru Dieter Roth AkademíanListaháskóli Íslands, Tækniminjasafn Austurlands, Stálstjörnur og ýmsa innanbæjar aðilar.