2012

TVÍSÖNGUR

TVÍSÖNGUR

Miðvikudaginn 5. september 2012 verður útilistaverkið Tvísöngur opnað almenningi í Þófunum ofan við Seyðisfjarðarkaupstað. Verkið er hljóðskúlptúr eftir þýska listamanninn Lukas Kühne. Byggingarefni Tvísöngs er járnbundin steinsteypa. Það samanstendur af fimm sambyggðum hvelfingum af mismunandi stærðum. Hæð hvelfinganna er tveir til fjórir metrar og flatarmál verksins er rúmir 30 m2. Hver hvelfing fyrir sig hefur eigin tíðni sem samsvarar einum tóni í fimmundarsöng og virkar sem magnari fyrir þann tón. Tvísöngur virkar þannig sem náttúruleg umgjörð fyrir íslensku tvísöngshefðina og er bæði sjónræn og hljóðræn útfærsla á henni. Tvísöngur er öllum opinn. Verkinu var valinn staður á sléttum bala á kyrrlátum stað í fjallshlíðinni með útsýni […]

Read More

TRYING TO TEACH ICELANDIC WHILE LIVING IN GERMANY

10. – 31. ágúst 2012 Herðubreið / Reaction Intermediate Opnun og kynning á hljóðverkinu eftir Jens Reichert verður föstudaginn 10. ágúst kl. 15:30. Hugmyndin að hljóðverkinu Trying to teach Icelandic while living in Germany kviknaði árið 2010 þegar Jens dvaldi í gestavinnustofu Skaftells. Á þeim tíma var listamaðurinn að vinna að systurverki þess, Trying to teach German while on residency in Iceland. Það sem Jens þykir áhugaverk er þversögnin sem verður til við hljóðmyndun, það er framburði og þýðingu orða sem og tungumáls. Verkið fjallar um samband einstaklingsins við tungumálið og er það eingöngu skiljanlegt fyrir þá sem tala íslensku. Jens […]

Read More