2013

DOMESTIC BLISS

Sequences VI – utandagskrá Laugardaginn 13. apríl,  18:00-21:00 Norðurgata gestavinnustofa Í gjörningi sínum mun Andrius Mulokas skoða aðferðir til að virkja skynfærin að þeim mörkum að til verði nýr útvíkkaður veruleiki sem getur orðið hluti í okkar daglega líf. Gjörningurinn varir í þrjár klukkustundir og á meðan honum stendur mun Andrius endurmóta brot úr raunveruleikanum frá hversdeginum á Seyðisfirði og leggja til róttækari nálgun að umhverfinu. Hin daglega upplifun verður efniviður í víðtækri tilraun, þar sem tími og rými sýndarveruleikans þróast í núinu. Listamaðurinn ætlar að sleppa milliliðnum, skiptast á að vera virkur/óvirkur og búa til hringrás af fjarverandi og […]

Read More

TRARAPPA

TRARAPPA

Árlega fara myndlistarnemar á þriðja ári Listaháskóla Íslands í vinnustofuferð til Seyðisfjarðar. Verkefnið er haldið á vegum skólans, Dieter Roth Akademíunnar, Skaftfells og Tækniminjasafns Austurlands. Allir nemendur hafa haft það að leiðarljósi að nýta sér umhverfi bæjarins og einstaka hjálpsemi Seyðisfirðinga við gerð verka sinna. Möguleikarnir eru óteljandi og viðfangsefnin fjölbreytt. Einn nemandi hefur til dæmis unnið náið með sprengjusérfræðingi bæjarins á sama tíma og annar hefur valið sér það verkefni að safna hlátri heimamanna. Aðrir nemendur hafa þá einbeitt sér að náttúru og umhverfi Seyðisfjarðar en vinna á ólíkan máta úr efniviðnum. Laugardaginn 2. mars kl. 16 opnar sýningin Trarappa […]

Read More